Júlía Tymoshenko, forsætisráðherra Úkraínu, er flottasti þjóðarleiðtogi heimsins samkvæmt listanum Hottest Heads of State. Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs er í 2. sæti Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, vermir 68. sætið og er Mahmoud Ahmadinejad forseti Írans næstur á eftir henni.
Muammar al-Gaddafi, byltingarleiðtogi Líbíumanna lenti í neðsta sæti listans sem er það 217. Næstur á undan honum er Kim Jong-il þjóðarleiðtogi Norður-Kóreu.
Aðstandendur listans segja að borgarar heimsins hafi of lengi þurft að þjást undir harðri stjórn óaðlaðandi leiðtoga. Sumir segi að það sé einfaldlega þannig að óaðlaðandi fólk haldi dauðahaldi um valdataumana og muni aldrei sleppa þeim