Gripið var til langra björgunaraðgerða í suðvestur Kína þegar hungraður pandabjörn sem villst hafði af leið komst í sjálfheldu. Þorpsbúar vörðu mörgum klukkustunum í að reyna að hjálpa 100 kílóa pöndunni niður af 50 metra háum kletti í Sichuan héraði.
Eftir tæplega 7 klukkustunda árangurslausar björgunaraðgerðir náðu þorpsbúarnir loksins að lokka pönduna niður með banönum. Beitan sú reyndist of girnileg til að pandan gæti staðist hana.