Fengu heila ömmu sinnar í poka

Ekki liggur fyrir hvernig á því stóð að heili ömmunnar …
Ekki liggur fyrir hvernig á því stóð að heili ömmunnar var sendur í poka til nánustu ættingja. Rax / Ragnar Axelsson

Banda­rísk fjöl­skylda ætl­ar að lög­sækja út­far­ar­stofu eft­ir að þau fengu heila ömmu sinn­ar send­an í poka með per­sónu­leg­um eig­um eft­ir dauða henn­ar.

Kon­an lést í bíl­slysi og var fjöl­skyld­an búin að kveðja hana hinstu kveðju þegar þau upp­götvuðu send­ing­una und­ar­legu. Pok­inn hafði verið skil­inn eft­ir í bíl fjöl­skyld­unn­ar yfir nótt inn­an um per­sónu­leg­ar eig­ur ömm­unn­ar eft­ir jarðarför­ina en upp­götvaðist þegar fjöl­skyld­an fann stæk­an óþef stafa frá hon­um. Pok­inn var merkt­ur með nafni ömm­unn­ar og orðinu „heili". Lögmaður fjöl­skyld­unn­ar seg­ir að eng­ir syrgj­andi ást­vin­ir ættu nokk­urn tíma að þurfa að upp­lifa svona áfall.

Heil­inn hef­ur nú verið graf­inn ásamt öðrum jarðnesk­um leyf­um ömm­unn­ar. Eig­andi út­far­ar­stof­unn­ar full­yrðir að sök­in sé ekki þeirra held­ur annarr­ar út­far­ar­stofu í ná­granna­rík­inu Utah. Fjöl­skyld­an hafi þvert á móti öll fengið mjög góða þjón­ustu hjá þeim.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Bogmaður

Sign icon Þú geislar af krafti og hefur góð áhrif á alla sem í kringum þig eru. Mundu að erfiðleikarnir eru til þess að sigrast á þeim. Hrapaðu ekki að ákvörðunum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lotta Lux­en­burg
3
Lone Theils
4
Jón­ína Leós­dótt­ir
5
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Bogmaður

Sign icon Þú geislar af krafti og hefur góð áhrif á alla sem í kringum þig eru. Mundu að erfiðleikarnir eru til þess að sigrast á þeim. Hrapaðu ekki að ákvörðunum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lotta Lux­en­burg
3
Lone Theils
4
Jón­ína Leós­dótt­ir
5
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
Loka