Dularfullt tanngull á Tonga

Dularfullur gullfundur, sem minnir helst á fornar sjóræningjasögur, hefur valdið lögreglunni á Tonga nokkrum heilabrotum. Gullfundurinn uppgötvaðist í gegnum tannlæknastofu sem var boðið að kaupa gull til bræðslu vegna tannsmíða.

Lögreglan í eyríkinu Tonga í Suður-Kyrrahafi þurfti að rekja slóðina frá skipsflaki og að tannlæknastofu til að upplýsa leyndardómsfullan gullfund. 

Grunsemdir vöknuðu þegar fólk hóf að koma nokkuð oft á tiltekna tannlæknastofu og bjóða til sölu gullmola til bræðslu. „Það komu margir með með það í fyrra og það sem af er þessu ári. Þú sérð á hliðunum, það er eins og gull hérna og það glampar á þar sem þau skáru það í sundur,“ sagði Teisi Taimani, aðstoðarmaður tannlæknisins.

Flestir klumparnir voru of stórir til að passa í deiglu tannlæknisins. Lögreglan gaf út leitarheimild gagnvart fimm grunuðum. „Í þessum heimilum fundust hlutir og magn af skotfærum sem við höfum líka mikinn áhuga á,“ sagði Chris Kelley, lögreglustjóri á Tonga.

Góssið sem var haldlagt leiddi lögregluna að áður óþekktu skipsflaki við strendur Tonga. Fjórir einstaklingar, þeirra á meðal eldri maður sem sést á myndinni, hafa verið kærðir fyrir að taka muni úr skipsflakinu.

„Skipsflök innan efnahagslögsögunnar eru eign ríkisins,“ sagði Chris Kelley, lögreglustjóri. En ekki er allt gull sem glitrar. Eftir er að gera prófanir til að ganga úr skugga um hvort guli málmurinn, sem málið snýst um, er í rauninni gull.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir