Man pí með 22.544 aukastöfum

Danskur stærðfræðinemi ætlar að freista þess að slá Evrópumet og þylja upp töluna pí með 22.544 aukastöfum að því er kemur fram í dönskum fjölmiðlum í dag.

Pilturinn, sem heitir Mark Aarøe Nissen og nemur stærðfræði við Árósaháskóla, fer til Lundúna í lok febrúar þar sem hann mun taka þátt í minnissamkeppni. Þar ætlar hann að reyna að slá Evrópumetið í að þylja upp aukastafi pí.

Talan pí er hlutfallið milli ummáls og þvermáls hrings. Oftast er notast við töluna 3,14 en í raun eru aukastafirnir óendanlega margir.

Núverandi Evrópumethafi, Englendingurinn Daniel Tammet, man 22.515 aukastarfi en Nissen segist geta bætt metið um 30-40 aukastafi. 

Aarøe Nissen  segir við Berlingske Tidende, að hann sé ekki einhverfur og í raun ósköp venjulegur ungur maður, sem eigi gott með að muna tölur og ýmsar upplýsingar. Hann hafi þó sínar veiku hliðar. 

„Mér gengur ekki vel að muna afmælisdaga. Og ég gleymi stundum að slökkva ljósið ef ég á annríkt á morgnanna," segir hann. 

Berlingske Tidende

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir