Viltu prófa að vera munkur?

Munkur gengur áleiðis að klaustri
Munkur gengur áleiðis að klaustri AP

Fransisku munkar frá Maria Enzerdorf munkaklaustrinu í Austurríki bjóða nú upp á reynslutíma yfir eina helgi fyrir þá sem hafa áhuga á að gerast munkar. Klaustrið sem rekur sögu sína aftur á 15. öld opnaði dyr sínar í von um aukna nýliðun en hámarksaldur þátttakenda miðast við 40 árin.

Meðan á helgardvölinni stendur býðst hinum áhugasömu að starfa og biðja með munkunum en tilgangurinn er að sýna fram á hvernig raunverulegt munkalíf gengur fyrir sig.

Fram kemur á vef BBC að tilraunin sem hófst í október hafi nú þegar skilað sér í því að þrír þátttakendur íhugi að fara alla leið og gerast munkar.

Tilraunin er ekki aðeins bundin við karlmenn því konum gefst einnig tækifæri á að prófa líf nunnunnar yfir eina helgi í gegnum reglu Fransiskusystra.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nýjar og óvenjulegar hugmyndir um leiðir til fjáröflunar vekja áhuga þinn í dag. Möguleikarnir eru óteljandi og það er synd að sitja með hendur í skauti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Ragnheiður Jónsdóttir
3
Unnur Lilja Aradóttir
4
Colleen Hoover
5
Snæbjörn Arngrímsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nýjar og óvenjulegar hugmyndir um leiðir til fjáröflunar vekja áhuga þinn í dag. Möguleikarnir eru óteljandi og það er synd að sitja með hendur í skauti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Ragnheiður Jónsdóttir
3
Unnur Lilja Aradóttir
4
Colleen Hoover
5
Snæbjörn Arngrímsson