Hundur kom upp um eigandi sinn þegar lögregla leitaði manns sem grunaður hafði verið um lögbrot. Maðurinn hafi falið sig í litlum skáp.
Þegar lögreglumennirnir börðu að dyrum íbúðar í Euskirchen nærri Köln í Þýskalandi svaraði maður sem hélt á hundi í fanginu. Lögreglumennirnir spurðu um eiganda íbúðarinnar, en maðurinn sagðist ekkert vita hvar hann væri að finna.
Þegar maðurinn setti hundinn á gólfið fór hann strax að litlum skáp í íbúðinni og dillaði rófunni glaðlega. Þar inni leyndist maðurinn sem lögreglan var að leita að. Lögreglan tók fram í samtali við AFP að maðurinn væri ekki grunaður um stórglæp.