Mynd af Jesús með bjór vekur reiði

mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir

Kristnir íbúar Indlands eru afar ósáttir við mynd sem sýnir Jesús með bjórdós og sígarettu í hendi. Myndina er að finna í kennslubók í barnaskóla sem notuð er í norðausturhluta landsins. 

Bókin er handgerð og var notuð við kennslu í skóla sem kirkjan rekur í Meghalaya ríki en flestir íbúanna þar eru kristnir. Var bókin notuð til þess að tákna stafinn I í orðinu  Idol (átrúnaðargoð).

Eru yfirmenn kirkjunnar æfir út í útgefanda bókarinnar og segja bókina lýsa algjörum skorti á virðingu við trúarbrögðum.

Leitar lögregla nú að eiganda útgáfunnar sem gaf bókina út en hann á yfir höfði sér refsingu fyrir að hafa vanvirt trúartákn. Jafnframt hefur kaþólska kirkjan bannað allar bækur frá útgáfufyrirtækinu og krefst opinberrar afsökunarbeiðni. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir