Stal 1200 pörum af skóm

Skósali nokkur í Seoul í Suður-Kóreu, sem hefur selt notaða skó, tók til sinna ráða til að bæta framboðið. Talið er að hann hafi stolið um 1200 pörum af skóm í útfararstofum og sjúkrahúsum í borginni.

Lögreglan segir að maðurinn, sem er 59 ára og sagður heita Park, hafi þóstblandað sér í hóp syrgjenda sem voru að votta látnum virðingu sína á sjúkrahúsum og útfararstofum þar sem hefð er fyrir því að fólk fer úr skóm sínum. Park kom svartklæddur en íklæddur lélegum skóm. Hann fór úr skónum, vottaði hinum látna virðingu sína, og hélt svo á brott eftir að hafa klætt sig í dýrari og betri skó einhvers útfarargestsins.

Þegar upp komst um Park leiddi hann lögregluna í geymslu þar sem allt var fullt af dýrum en notuðum skóm.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar