Hundur sem skemmti sér við að elta máfa við klettótta ströndina á Sussex á Englandi má teljast heppinn að vera á lífi. Hundurinn varð svo æstur í leiknum að hann hljóp fram af klettunum og hrapaði um 90 metra niður í sjó. Hundurinn lifði fallið af.
Hundurinn náði að halda sér á floti eftir að hann lenti í sjónum. Eigendur hundsins hringdu á björgunarlið sem sendi bát út og bjargaði honum. Farið var með hundinn til dýralæknis. Í ljós kom að annað lungað hafði fallið saman, en hundurinn er núna að ná sér.
Stephen Winslade, eigandi hundsins, lýsti óhappinu svona: „Hann hljóp í átt að klettabrúninni og bar hvarf. Hundurinn er mjög vel þjálfaður, en hann hljóp svo hratt að það var engin leið að stoppa hann.“