Kennurum vikið úr starfi fyrir kjöltudans

Tveimur menntaskólakennurum í Winnipeg í Kanada hefur verið vikið úr starfi fyrir að dansa kjöltudans í íþróttasal skólans á hátíð á vegum skólans. Myndband af dansinum var sett á netið og varð strax afar vinsælt. Hins vegar voru ekki allir foreldrar jafn hrifnir og kvörtuðu við skólayfirvöld. 

Var ákveðið að víkja kennurunum úr starfi á meðan rannsókn málsins stendur yfir. Á næstu vikum verður ákveðið hvort þeir fái að koma aftur til starfa við skólann.

Dans kennaranna var tekinn upp á síma þann 17 febrúar sl. af nemanda við skólann. Daginn eftir var myndbandið komið út um allt og í gærkvöldi var það sýnt á CBC sjónvarpsstöðinni í Kanada.

Á því sést er nemendur hlægja og skrækja þegar karlkynskennarar við  Churchill High School fetta sig og bretta fyrir framan kvenkynskennara sem sitja á stólum í yfirfullum leikfimisalnum. Ganga þeir víst svo langt að setjast í kjöltu annarra kennara.

Var atriðið hluti af skemmtun við skólann en eitthvað virðist skemmtunin hafa farið fyrir brjóstið á einhverjum sem hafa séð það á netinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup