Símaskriftir mæta gagnrýni

Ekki eru allir sáttir við símaskriftir.
Ekki eru allir sáttir við símaskriftir. Reuters

„Vilj­irðu ráðgjöf um skrift­ir ýttu á einn. Vilj­irðu skrifta ýttu á tvo. Til að hlusta á dæmi um skrift­ir ýttu á þrjá,“ seg­ir ró­andi karl­manns­rödd símaþjón­ustu sem stend­ur kaþól­ikk­um í Frakklandi til boða.

Símaþjón­ust­an, sem nefn­ist Le Fil du Seig­ne­ur - eða Lína Drott­ins, býður upp á skrift­ir gegn greiðslu og hef­ur mætt mik­illi gagn­rýni hjá frönsk­um bisk­up­um. Sendu þeir raun­ar frá sér yf­ir­lýs­ingu eft­ir ný­lega ráðstefnu um að síma­lín­an njóti ekki vel­vilja kaþólsku kirkj­unn­ar í Frakklandi. 

Símaþjón­ust­unni var komið á fót í upp­hafi föstu í byrj­un fe­brú­ar­mánaðar en að henni stend­ur hóp­ur kaþól­ikka sem starfa fyr­ir AABAS, lítið fyr­ir­tæki sem sér um sím­svör­un.

Ekki er boðið upp á synda­af­lausn, sem ein­göngu prest­ar geta veitt. „Hug­mynd­in er sú að hægt sé að skrifta fyr­ir minni­hátt­ar synd­ir, ekki höfuðsynd­ir,“ sagði Camille sem ekki vildi að eft­ir­nafn sitt yrði gefið upp vegna hót­ana sem henni hafa borist sem hug­mynda­smiður Línu Drott­ins.

Um 300 sím­töl bár­ust fyrstu vik­una sem lín­an var opin. En þeir sem hringja inn ræða ekki við rödd á hinum enda lín­unn­ar held­ur stend­ur þeim til boða „and­rúms­loft guðrækni og íhug­un­ar“.Auk þess sem þeir geta hlýtt á bæn­ir, tónlist og skrift­ir annarra sem og að taka upp sín­ar eig­in skrift­ir.

„Í þeim til­felli al­var­legra synda og jafn­vel dauðasynda - það er synda sem hafa út­skúfað viðkom­andi frá Drottni, er ómiss­andi að skrifta hjá presti,“ eru hins veg­ar viðvör­un­ar­orð símaþjón­ust­unn­ar sem rukk­ar tæp­ar 60 kr. fyr­ir mín­út­una.


mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Sporðdreki

Sign icon Þú leggur starfsheiður þinn að veði, þegar þú mælir fyrir ákveðnu máli. Fólk er tilbúið til að rétta þér hjálparhönd, jafnvel án þess að þú biðjir um það.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Jill Man­sell
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Sofie Sar­en­brant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Sporðdreki

Sign icon Þú leggur starfsheiður þinn að veði, þegar þú mælir fyrir ákveðnu máli. Fólk er tilbúið til að rétta þér hjálparhönd, jafnvel án þess að þú biðjir um það.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Jill Man­sell
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Sofie Sar­en­brant