Vilja kútta undan Knúti

Hvítabjarnarhúnninn Knútur vann strax hugi og hjörtu Þjóðverja. Nú er …
Hvítabjarnarhúnninn Knútur vann strax hugi og hjörtu Þjóðverja. Nú er hann orðinn stór. Reuters

Dýraverndunarsamtökin PETA kröfðust þess í dag að hvítabjörninn Knútur yrði vanaður. Með því vilja þau koma í veg það sem þau telja möguleg sifjaspell, en í fyrra var Giovanna frænka Knúts flutt í búrið til hans.

Hvítabjarnarhúnninn Knútur vann hugi og hjörtu Þjóðverja árið 2007. PETA samtökin eru mjög andvíg því að Knútur og Giovanna parist og eignist afkvæmi. Frank Albrecht, sérfræðingur dýragarðsins í Berlín þar sem parið dvelur, segir að þau Knútur og Giovanna eigi sama afa.

Afkvæmi þeirra geti ógnað líffræðilegri fjölbreytni hvítabjarna sem til eru í Þýskalandi og geti gert afkvæmin viðkvæm fyrir svonefndri sifjaspelladeyfð. 

„Aðdáendur Knúts þurfa að vita að einungis vönun hans getur leyft honum að eiga langa ævi í félagi við Giovanna,“ sagði Albrecht í yfirlýsingu. Gianna var áður í dyragarði í Munchen en þegar laga þurfti búrið hennar var hún flutt til Knúts.

Ekki fór sérlega vel á með þeim frændsystkinum í byrjun en nú eru þau orðin nokkuð náin. Sú ráðstöfun að hafa þau saman í búri átti einungis að vera til bráðabirgða.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar