Vilja kútta undan Knúti

Hvítabjarnarhúnninn Knútur vann strax hugi og hjörtu Þjóðverja. Nú er …
Hvítabjarnarhúnninn Knútur vann strax hugi og hjörtu Þjóðverja. Nú er hann orðinn stór. Reuters

Dýraverndunarsamtökin PETA kröfðust þess í dag að hvítabjörninn Knútur yrði vanaður. Með því vilja þau koma í veg það sem þau telja möguleg sifjaspell, en í fyrra var Giovanna frænka Knúts flutt í búrið til hans.

Hvítabjarnarhúnninn Knútur vann hugi og hjörtu Þjóðverja árið 2007. PETA samtökin eru mjög andvíg því að Knútur og Giovanna parist og eignist afkvæmi. Frank Albrecht, sérfræðingur dýragarðsins í Berlín þar sem parið dvelur, segir að þau Knútur og Giovanna eigi sama afa.

Afkvæmi þeirra geti ógnað líffræðilegri fjölbreytni hvítabjarna sem til eru í Þýskalandi og geti gert afkvæmin viðkvæm fyrir svonefndri sifjaspelladeyfð. 

„Aðdáendur Knúts þurfa að vita að einungis vönun hans getur leyft honum að eiga langa ævi í félagi við Giovanna,“ sagði Albrecht í yfirlýsingu. Gianna var áður í dyragarði í Munchen en þegar laga þurfti búrið hennar var hún flutt til Knúts.

Ekki fór sérlega vel á með þeim frændsystkinum í byrjun en nú eru þau orðin nokkuð náin. Sú ráðstöfun að hafa þau saman í búri átti einungis að vera til bráðabirgða.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir