Japanir eru frægir að endemum fyrir mörg undarleg áhugamál og er búningablæti eitt þeirra. Japanska flugfélagið, Japan Airlines, hefur af því miklar áhyggjur að flugfreyjur, sem sagt var upp í kjölfar þess að félagið varð gjaldþrota, muni nú selja búninga sína á svörtum búningamarkaði.
Búningarnir eru gríðarlega eftirsóttir af söfnurum og eru sumir tilbúnir að greiða allt að 400.000 krónur fyrir búninginn. Búningar samkeppnisaðilans, All Nippon Airlines, þykja ennþá fínni og fara á svarta markaðnum fyrir allt að 750.000 krónur.
ANA hefur látið sauma tölvukubba í búningana til að halda þeim innan fyrirtækisins.