„Kraftaverk“ í París

Líkneski af Maríu mey.
Líkneski af Maríu mey.

Líkn­eski af Maríu mey er sagt gráta tár­um af olíu í húsi einu í Par­ís í Frakklandi. Eig­andi líkn­esk­is­ins seg­ir tára­flóðið hafa byrjað fyr­ir um mánuði. Síðan þá hafi stöðugur straum­ur fólks komið til að sjá líkn­eskið sem hang­ir á vegg í gangi húss hans.

Eig­and­inn tel­ur tár­in krafta­verk. Þau séu skila­boð frá Maríu mey og syni henn­ar. Kona hans tek­ur und­ir það og seg­ist hafa tekið eft­ir tár­un­um, eitt sinn þegar hún baðst fyr­ir við líkn­eskið.

Gest­irn­ir, sem koma jafn­vel frá Belg­íu og Þýskalandi, trúa að tár­in hafi lækn­inga­mátt og reyna að ná sér í dropa. Til vitn­is um það segja eig­end­urn­ir að kona sem var ófær um verða ófrísk hafi náð sér í nokkra dropa í vasa­klút­inn sinn um miðjan fe­brú­ar. Klút­inn hafi hún lagt á mag­ann á sér og sé nú ófrísk.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Sporðdreki

Sign icon Þú gengur fram af miklum krafti og undrast umburðarlyndi annarra í þinn garð. Ekkert er betra en að eiga góða vini sem eru tilbúnir til að rétta þér hjálparhönd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Sporðdreki

Sign icon Þú gengur fram af miklum krafti og undrast umburðarlyndi annarra í þinn garð. Ekkert er betra en að eiga góða vini sem eru tilbúnir til að rétta þér hjálparhönd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir