Rautt hár og rysjulegt veður

Eiríkur Hauksson söngvari státar af fagurrauðu hári.
Eiríkur Hauksson söngvari státar af fagurrauðu hári. mbl.is/Eggert

Rauðhærðir, en þeir eru m.a. marg­ir í Skotlandi og á Írlandi, gætu þakkað til­veru sína hryss­ings­legu veðurfari á norðlæg­um slóðum. Skosk­ur nemi í erfðafræði, stúlka sem á rauðhærða syst­ir, tel­ur sig hafa fundið tengsl milli rauðs háralitar og veðurfars­ins.

Rauðhærðir eru yf­ir­leitt með ljósa og viðkvæma húð. Þeim líður bet­ur þar sem sum­ur eru skömm og svöl en þar sem sól­breiskja og langvar­andi hit­ar eru ríkj­andi.  Erfðafræðinem­inn, sem heit­ir Pritch­ard, seg­ir að til­gáta sín hafi ekki verið sönnuð vís­inda­lega en að hún sé „lík­leg“ til að vera sönn.

Ein­ung­is 1-2% Evr­ópu­búa státa af rauðum háralit en rauða hárið er mun al­geng­ara í Skotlandi og á Írlandi þar sem um 8% íbú­anna eru rauðhærðir. 

Mann­kynið á lík­lega ræt­ur að rekja til Afr­íku. Rauða hárið fest­ist lík­lega í sessi þegar menn­irn­ir voru komn­ir á norðlæg­ar breidd­ar­gráður. Talið er að í sól­bakaðri Afr­íku hafi þeir átt erfitt upp­drátt­ar á frum­dög­um mann­kyns. 

Pritch­ard tel­ur því að nátt­úru­val hafi ráðið því hve marg­ir Kelt­ar urðu rauðhærðir og búa nú í Skotlandi og á Írlandi.

Erfðvís­ir­inn sem stýr­ir háralit er sagður vera til í 40 af­brigðum. Ein­ung­is sex þeirra valda því að hárið verði rautt. Barn verður að taka slíka erfðavísa í arf frá báðum for­eldr­um eigi það að eiga nokkra von um að verða rauðhært. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Bogmaður

Sign icon Lífið hefur ekki verið létt undanfarið. Sambönd sem ganga vel og með lítilli fyrirhöfn geta orðið eins og sjálfsagður hlutur, en um leið ánægjulegur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Lotta Lux­en­burg
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Bogmaður

Sign icon Lífið hefur ekki verið létt undanfarið. Sambönd sem ganga vel og með lítilli fyrirhöfn geta orðið eins og sjálfsagður hlutur, en um leið ánægjulegur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Lotta Lux­en­burg
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir