Rautt hár og rysjulegt veður

Eiríkur Hauksson söngvari státar af fagurrauðu hári.
Eiríkur Hauksson söngvari státar af fagurrauðu hári. mbl.is/Eggert

Rauðhærðir, en þeir eru m.a. margir í Skotlandi og á Írlandi, gætu þakkað tilveru sína hryssingslegu veðurfari á norðlægum slóðum. Skoskur nemi í erfðafræði, stúlka sem á rauðhærða systir, telur sig hafa fundið tengsl milli rauðs háralitar og veðurfarsins.

Rauðhærðir eru yfirleitt með ljósa og viðkvæma húð. Þeim líður betur þar sem sumur eru skömm og svöl en þar sem sólbreiskja og langvarandi hitar eru ríkjandi.  Erfðafræðineminn, sem heitir Pritchard, segir að tilgáta sín hafi ekki verið sönnuð vísindalega en að hún sé „líkleg“ til að vera sönn.

Einungis 1-2% Evrópubúa státa af rauðum háralit en rauða hárið er mun algengara í Skotlandi og á Írlandi þar sem um 8% íbúanna eru rauðhærðir. 

Mannkynið á líklega rætur að rekja til Afríku. Rauða hárið festist líklega í sessi þegar mennirnir voru komnir á norðlægar breiddargráður. Talið er að í sólbakaðri Afríku hafi þeir átt erfitt uppdráttar á frumdögum mannkyns. 

Pritchard telur því að náttúruval hafi ráðið því hve margir Keltar urðu rauðhærðir og búa nú í Skotlandi og á Írlandi.

Erfðvísirinn sem stýrir háralit er sagður vera til í 40 afbrigðum. Einungis sex þeirra valda því að hárið verði rautt. Barn verður að taka slíka erfðavísa í arf frá báðum foreldrum eigi það að eiga nokkra von um að verða rauðhært. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Tafir, ruglingur og samskiptaörðugleikar í vinnunni munu setja svip sinn á þennan mánuð. En aðrir sjá ekki öll mál í sama ljósi og þá er það þolinmæðin sem gildir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Tafir, ruglingur og samskiptaörðugleikar í vinnunni munu setja svip sinn á þennan mánuð. En aðrir sjá ekki öll mál í sama ljósi og þá er það þolinmæðin sem gildir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar