Handtekinn á leið heim úr fangelsinu

Lögregla stöðvaði bifreiðina við hefðbundið umferðareftirlit.
Lögregla stöðvaði bifreiðina við hefðbundið umferðareftirlit. MICHAEL KOOREN

Bandarískur karlmaður á þrítugsaldri var handtekinn aðfaranótt mánudags í Indianapolis vegna fíkniefnamisferlis. Það væri ekki í frásögur færandi nema fyrir þær sakir að skömmu áður var maðurinn látinn laus úr fangelsi eftir afplánun fjögurra mánaða dóms fyrir sölu fíkniefna.

Maðurinn var ekki einn á ferð. Hann var sóttur af unnustu sinni sem ók bílnum og í aftursætinu sat ellefu mánaða gamalt stúlkubarn þeirra. Einnig var með í för vinkona unnustunnar en þær eru báðar um tvítugt.

Lögreglan í Indianapolis stöðvaði akstur þeirra við hefðbundið umferðareftirlit. Angan af maríujúana lagði frá bílnum og við leit fannst lítilræði af efninu. Unnustan játaði að hafa keypt maríujúna áður en hún sótti mann sinn svo þau gætu reykt smávegis á leiðinni heim.

Öll voru þau handtekin og ákærð fyrir vörslur fíkniefna og parið fyrir vanrækslu á uppeldisskyldum sínum. Óvíst er hversu langan dóm þau fá fyrir brotin en barn þeirra var fært í umsjá barnaverndar. Víst er að maðurinn fær þyngstu refsinguna enda með nokkurn sakarferil.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hafðu hugfast að þarfir fólks eru mismunandi svo það sem er þér fyrir bestu þarf ekki að eiga við um aðra. Mundu að það er stundum í lagi að vera eigingjarn og hugsa fyrst um eigið skinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
3
Kolbrún Valbergsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hafðu hugfast að þarfir fólks eru mismunandi svo það sem er þér fyrir bestu þarf ekki að eiga við um aðra. Mundu að það er stundum í lagi að vera eigingjarn og hugsa fyrst um eigið skinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
3
Kolbrún Valbergsdóttir