Segir djöfulinn hafa hreiðrað um sig í Páfagarði

Gabriele Amorth í sjónvarpsviðtali.
Gabriele Amorth í sjónvarpsviðtali.

Aðalsæringamaður Páfagarðs segist í viðtali vera sannfærður um, að djöfullinn hafi búið þar um sig. „Djöfullinn hefur sest að í Páfagarði og afleiðingarnar eru augljósar," segir Gabriele Amorth við blaðiðLa Repubblica.

Í viðtalinu lýsir Amorth þeirri skoðun, að fólk sem sé andsetið æli glerbrotum og járnbútum. Hann segir einnig, að árás sem kona gerði á Benedikt páfa á aðfangadagskvöld og kynferðishneyksli, sem skekið hafa kaþólsku kirkjuna í Bandaríkjunum, Írlandi, Þýskalandi og víðar, séu sannanir þess að hin illu ölf eigi í stríði gegn Páfagarði.

Amorth segir, að þótt víða ríki vantrú á störfum særingamanna eigi það ekki við um Benedikt páfa sem trúi heilum hug á að hægt sé að reka illa anda út með særingum og hafi hvatt sig og stutt það starf sem hann vinnur.  

Í viðtalinu, sem fjallað er um í Daily Telegraph í dag, er haft eftir Amorth að kvikmyndin Særingamaðurinn, sem gerð var árið 1973, dragi upp nokkuð raunsanna mynd af því hvernig það sé að vera andsetinn. 

Amorth, sem er 85 ára og formaður Samtaka særingamanna, tók þátt í andspyrnuhreyfingunni á Ítalíu í síðari heimsstyrjöld. Hann hefur áður lýst þeirri skoðun, að Hitler og Stalin hafi verið haldnir djöflinum.

Hann hefur einnig varað við bókunum um Harry Potter og segir að þær séu hættulegar vegna þess að ekki sé þar gerður nægilega skýr greinarmunur á svartagaldri, sem eigi rætur að rekja til djöfulsins, og meinlauss kukls.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar