Lagði hald á líkið

Það er ekki hægt að segja, að maður, sem nýlega lést í New York borg hafi fengið að hvíla í friði. Þess í stað endaði lík hans í nútímaútgáfu af hreinsunareldinum: á svæði fyrir bíla sem fjarlægðir eru vegna þess að þeim er lagt ólöglega. 

Paul DeNigris, útfararstjóri, lagði bíl sínum ólöglega á meðan hann var að undirbúa að aka líkinu út á flugvöll svo hægt væri að flytja það til Miami þar sem átti að brenna það.  

Raunar var lítið spjald í framglugga bílsins þar sem á stóð: Útfararstjóri í opinberum erindagerðum en umferðarlöggurnar sáu það ekki og þegar DeNigris kom út úr skrifstofu sinni voru bíllinn og líkið á bak og burt.  

Það er ekki alltaf einfalt að hafa upp á bílum sem dregnir eru burt en útfararstjóranum tókst það og lögreglan ákvað að fella niður 185 dala sekt, sem eru venjuleg viðurlög vegna svona umferðarlagabrota.  

En DeNigris sagðist hafa þurft að taka á til að stilla sig þegar hann vara að ræða við lögregluna. „Ég reyndi að tala ekki of hátt, ég vildi ekki hrópa. Við reynum að láta lítið á okkur bera," sagði hann við Daily News. 

Hinn hljóði farþegi náði fluginu til Miami þrátt fyrir þessar tafir. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Létta lundin þín mun afla þér stuðnings og samvinnu á vinnustað. Farðu oftar út að ganga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Steindór Ívarsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Létta lundin þín mun afla þér stuðnings og samvinnu á vinnustað. Farðu oftar út að ganga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Steindór Ívarsson