Flugvél lenti á skokkara á strönd

Flugvél af gerðinni Lancair IV-P.
Flugvél af gerðinni Lancair IV-P.

Karlmaður, sem var að skokka á strönd í Georgíu í Bandaríkjunum og hlusta á tónlist í iPod spilara, lést samstundis þegar flugvél, sem misst hafði afl, lenti á honum. Flugmaður vélarinnar ákvað að nauðlenda í fjörunni en sá ekki manninn, sem þar var á hlaupum.

Maðurinn hét Robert Gary Jones, 38 ára gamall tveggja barna faðir. Að sögn lögreglu virðist Jones ekki hafa heyrt í flugvélinni, sem sveif yfir fjörunni. Flugmaðurinn sá illa út um framrúðuna vegna þess að olía hafði skvetts á hana.

Flugvélin er af gerðinni Lancair IV-P. Eigandinn, Edward I. Smith, sem býr í Virginíu, staðfesti við AP fréttastofuna að hann hefði flogið vélinni en vildi lítið tjá sig um málið. Hvorki Smith né farþegi í vélinni meiddust.   
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir