Kanínurnar í barnasjónvarpinu voru frá Playboy

Reuters

Forsvarsmenn bandarísku kapalsjónvarpsstöðvarinnar Time Warner Cable hafa beðist afsökunar á því, að vegna tæknibilunar hafi myndskeið frá Playboy sjónvarpsstöðinni birst í útsendingu tveggja barnarása í Norður-Karólínu í gærmorgun.

Fyrirtækið segir, bilunin hafi uppgötvað bilunina eftir að foreldrar hringdu og létu vita. Þá hafði útsendingin staðið í um klukkustund og aðra klukkustund tók að gera við bilunina.  

„Okkur þykir þetta mjög, mjög leitt," sagði Keith Poston, talsmaður Time Warner Cable við útvarpsstöðina WRAL. „Þetta var tæknibilun en til allrar óhamingju varð hún á versta tíma og hafði áhrif á óheppilegustu stöðvarnar," sagði hann.   

Fram kemur á fréttavef BBC, að bilunin kom fram á barnarásunum Kids On Demand og Kids Preschool On Demand frá klukkan 6:15 til 8:15 að staðartíma í gærmorgun. Kynningarmyndskeið frá Playboy TV birtust þá efst í hægra horni sjónvarpsins þar sem kynningarmyndskeið fyrir barnaþætti eru venjulega sýnd. Í stað þeirra sáust nú naktar konur töluðu opinskátt um ýmis fullorðinsmálefni. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Létta lundin þín mun afla þér stuðnings og samvinnu á vinnustað. Farðu oftar út að ganga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Steindór Ívarsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Létta lundin þín mun afla þér stuðnings og samvinnu á vinnustað. Farðu oftar út að ganga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Steindór Ívarsson