Hundar og kettir þvegnir í vél

Margir hundeigendur kannast við þann vanda að gæludýrið er ekki alltaf hrifið af því að fara í bað. En nú hefur japanskt fyrirtæki hafið framleiðslu á þvottavél sem fullyrt er að nota megi til að þvo bæði hunda og ketti, segir í frétt Jyllandsposten.

Framleiðendur staðhæfa að vélin geti ekki gert dýrinu nokkurn skaða. Vatnið getur ekki orðið meira en 35 gráðu heitt, þvotturinn tekur 35 mínútur. Dýraverslunin Dog World í Tókýó er þegar búin að festa kaup á vél. „Ég prófaði hana fyrst sjálf til að vera viss um að hún væri þægileg og örugg fyrir dýrið,“ sagði Ayana Tada sem vinnur hjá Dog World. Ekki kemur skýrt fram í fréttinni hvort starfsmaðurinn hætti eigin lífi og fór sjálfur í vélina.

Vélin kostar aðeins 10 dollara eða tæpar 1.300 krónur. Aðeins hafa verið framleiddar 10 vélar til þessa en fyrirtækið segir markaðinn stóran.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar