Dæmd fyrir að ætla sér að syndga

Það er ekki sama hvers konar sms-skeyti þú sendir ef …
Það er ekki sama hvers konar sms-skeyti þú sendir ef þú ert í Sameinuðu furstadæmunum. Kristinn Ingvarsson

Dómstóll í Sameinuðu arabísku furstadæmunum hefur dæmt indverskt par í þriggja mánaða fangelsi fyrir að senda smáskilaboð (sms) sem innihéldu  kynferðislegar langanir.

Dómarinn taldi sannað að parið hefði áformað að syndga. Framhjáhald er bannað í Sameinuðu arabísku furstadæmunum.

Upplýst var um smáskilaboðin í dómsmáli sem tengdist skilnaðarmáli mannsins. Upphaflega var parið dæmt í sex mánaða fangelsi, en refsingin var síðar lækkuð og þeim er heimilt að vera áfram í landinu. Dómarinn taldi ekki sannað að parið hefði átt í kynferðislegu sambandi, en  smáskilaboðin sönnuðu hins vegar að þau hefðu ætlað sér að syndga.

Karlinn og konan eru 47 og 42 ára gömul og ógift. Þau starfa sem flugþjónar hjá Dubai's Emirates airline.

Lög í Sameinuðu arabísku furstadæmunum eru mjög ströng. Fyrr í þessari viku var t.d. breskt par dæmt í eins mánaða fangelsi fyrir að kyssast á veitingahúsi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar