Karlmennskan leiddi hann til dauða

Það er ágætt að vera harður af sér, en allt …
Það er ágætt að vera harður af sér, en allt er þó best í hófi.

Maður sem starfaði við að snyrta tré lést eftir að hann sagaði í fótinn á sér þegar hann sinnti trjáskurði í Flórída í Bandaríkjunum. Maðurinn vildi klára trjáskurðinn og neitaði að koma niður úr trénu sem á endanum leiddi til þess að honum blæddi út.

Maðurinn hafði unnið við að snyrta tré í 13 ár og hafði aldrei orðið fyrir óhappi við vinnu sína. Á föstudaginn hafði hann klifrað upp í tré og rak þá vélsögina í fótinn. Skurðurinn var stór og náði alveg inn að beini.

Samstarfsmaður mannsins varð vitni að óhappinu og bað hann að koma strax niður. Hann neitað hins vegar og sagðist ætla að klára að saga greinarnar.

Kallað var eftir aðstoð neyðarlínunnar. Þegar björgunarlið mætti á staðinn var maðurinn að missa meðvitund. Hann var strax fluttur á sjúkrahús þar sem hann var úrskurðaður látinn klukkutíma síðar.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar