Talið er að taílensku bræðurnir Thong-Kum og Thong-Tang, séu fyrstu karlkyns tvíburafílarnir í heiminum. Tvíburarnir eru nú tveggja vikna gamlir og við hestaheilsu. Þeir komu í heiminn með tveggja klukkustunda millibili frammi fyrir fjölda áhorfenda í héraðinu Tha Lad in Surin í Taílandi. Frá þessu eru greint á vef breska blaðsins The Daily Telegraph.
Sjaldgæft er að fílar beri tvíbura og enn sjaldgæfara er að þeir komist báðir á legg. Í Taílandi hafa þó fæðst aðrir tvíburafílar, þær Jim og Joom sem komu í heiminn árið 1993, en önnur þeirra drapst aðeins níu vetra gömul.
Í janúar árið 2005 bar fílskýr tveimur ungum sem voru þeir þriðju í sögu garðsins. Þá fæddust líka tvíburafílar í þjóðgarði í Nepal árið 2009 og voru þeir sömuleiðis þeir þriðju í sögu þess garðs.
Fílar eru í hávegum hafðir í Taílandi. Þeim hefur fækkað úr um 100 þúsund dýrum við upphaf 20. aldar í um 4.000 dýr nú.