Lögreglan á Kanaríeyjum skaut í dag þrjú tígrisdýr, sem höfðu sloppið úr búrum sínum og fangaði fjögur önnur. Dýrin sluppu úr Crocodile Park dýragarðinum á Gran Canaria þegar verið var að hreinsa búrin.
Um 100 lögreglumenn voru sendir til að leita að dýrunum, sem sluppu þó ekki út fyrir girðingu dýragarðsins. Að sögn talsmanns dýragarðsins stafaði almenningi ekki hætta af tígrisdýrunum þar sem garðurinn var lokaður þegar þetta gerðist.