Látinn maður sigraði í dómsmáli

Mohammed Lodhi var að skokka þegar hann lést.
Mohammed Lodhi var að skokka þegar hann lést. Reuters

Maður sem lést í janúar sl. hefur unnið sigur í dómsmáli í Bretlandi. Niðurstaða hæstaréttar er að hann megi dveljast áfram í landinu.

Mohammed Lodhi hafði háð baráttu fyrir bresku dómskerfi í næstum áratug. Hann hafði tengst fíkniefna máli og átti á hættu að vera vísað úr landi til Sameinuðu arabísku furstadæmanna. Lodhi hélt því fram að öryggi hans væri í hættu ef honum yrði vísað úr landi.

Dómarinn komst að þeirri niðurstöðu að verulegar líkur væru á því að Lodhi yrði pyntaður ef honum yrði vísað úr landi og mætti því dveljast áfram á Bretlandi.

Lodhi, sem var á fimmtugsaldri, lést sex vikum áður en dómur féll í máli hans.  Hann hafði farið út að hlaupa þegar hann hné niður. Banamein hans var hjartaáfall.  Kona Lodhi segir að hann hafi verið undir miklu álagi vegna dómsmálsins og það kunni að hafa átt þátt í dauða hans.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er að takast að koma skikki á hlutina og átt hrós skilið fyrir allt það erfiði sem þú hefur lagt á þig. Mundu að vinir og vandamenn eru sú stoð sem gott er að hafa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er að takast að koma skikki á hlutina og átt hrós skilið fyrir allt það erfiði sem þú hefur lagt á þig. Mundu að vinir og vandamenn eru sú stoð sem gott er að hafa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar