„Gullfiskaböðull“ sýknaður

Myndin er úr safni og tengist fréttinni ekki beint.
Myndin er úr safni og tengist fréttinni ekki beint. mbl.is/Ómar

Danskur áfrýjunardómstóll hefur sýknað fréttakonuna Lisbeth Kølster af því að drepa 12 gullfiska með því að hella sjampói í fiskabúr í frétt sem hún gerði fyrir DR1. Héraðsdómstóll í Glostrup hafði fundið hana seka um að hafa brotið lög um dýravernd í maí í fyrra.

Árið 2004 hellti Kølster, sem var að fjalla um neytendamál, litlu magni af útþynntu sjampói í fiskabúr.  Með þessu vildi hún sýna fram á hversu mikið af eiturefnum væri í ákveðinni tegund af flösusjampói.

Þremur dögum síðar voru allir fiskarnir fyrir utan einn dauðir.

Héraðsdómstóllinn komst að þeirri niðurstöður að fréttakonan hefði vísvitandi farið illa með dýr og brotið lög um dýravernd. Hins vegar var ekki kveðinn upp dómur yfir henni þar sem rúm fjögur ár höfðu liðið frá atvikinu.

Í dag komst hins vegar áfrýjunardómstóll í Kaupmannahöfn að annarri niðurstöðu. Hann segir að Kølster hafi ekki brotið evrópsk lög, sem varða dýratilraunir.

Þá þykir ekki sannað að fréttakonan hafi valdið dýrunum þjáningu, líkt og stefnandi hélt fram. Um er að ræða dýralækni sem sá þátt Kølsters.

„Þetta er sigur fyrir fjölmiðlafrelsið. Ég tók ekki þessa fiska af lífi og ég hef ekki brotið lög um dýravernd, líkt og þessi niðurstaða staðfestir,“ sagði hún í samtali við AFP-fréttastofuna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar