Vinsæll skemmtigarður í Yunnan-héraði í suðvesturhluta Kína, sem kallast „Konungsríki litla fólksins“, hefur verið gagnrýndur fyrir það hvernig komið er fram við 108 dverga sem þar starfa. Dvergarnir koma fram tvisvar á dag til að skemmta ferðamönnum og skólabörnum.
Forsvarsmenn skemmtigarðsins segja að starfið sé vel launað og þetta sé gott tækifæri fyrir smávaxið fólk. Mannréttindahópar eru hins vegar á þeirri skoðun að verið sé að niðurlægja þessa einstaklinga og að þetta ýti enn frekar undir fordóma í samfélaginu gagnvart dvergum.
Mannréttindahópar segja að það sé mikilvægt að eigendur skemmtigarðsins virði réttindi fatlaðra einstaklinga. Þeir fái að jafnframt að þroskast á eigin forsendum og stjórna eigin lífi. Eigendurnir eigi ekki að reyna notfæra sér forvitni annarra til að græða.
Forsvarsmenn skemmtigarðsins segja að starfsmennirnir fái greiddar um 40.000 kr. í laun á mánuði, sem eru tvöföld laun starfsmanns í byggingariðnaði. Dvergarnir búa saman í stórri heimavist sem lítur út eins og stór hellir. Þar er allt hannað með þarfir dvergana í huga.