Bólfimi Jósefs ekki særandi

Myndin á skiltinu umdeilda sýndi Jósef og Maríu í rúminu.
Myndin á skiltinu umdeilda sýndi Jósef og Maríu í rúminu.

Um­deilt aug­lýs­inga­skilti ástr­alskr­ar kirkju í Auckland, sem ýjaði að kyn­ferðis­at­höfn­um Maríu meyj­ar og Jós­efs, var ekki sær­andi fyr­ir blygðun­ar­kennd fólks að mati eft­ir­lits­stofn­un­ar­inn­ar Advert­is­ing Stand­ards Aut­ho­rity (ASA).

Skiltið var sett upp um jól­in und­ir þeim for­merkj­um að ögra staðalí­mynd­um um fæðingu Jesú Krists. Á því sást van­sæll Jós­ef liggja í rúmi við hlið Maríu meyj­ar og fyr­ir ofan stóð „Grey Jós­ef. Það er erfitt að vera næst­ur á eft­ir Guði."

Þetta uppá­tæki St. Matt­hews kirkj­unn­ar í Auckland vakti hörð viðbrögð og gáf­ust kirkj­unn­ar menn loks upp og tóku skiltið niður eft­ir að skemmd­ar­verk höfðu verið unn­in á því fjór­um sinn­um. Fjöldi kvart­ana um guðlast, öf­ugugga­hátt og til­lits­leysi bár­ust til ASA sem tók málið til skoðunar en hef­ur nú úr­sk­urðað að skiltið hafi verið inn­an vel­sæm­is­marka, þar sem það sýndi enga nekt eða kyn­ferðis­lega at­hafn­ir og var „sett fram af fé­lags­legri ábyrgð gagn­vart neyt­end­um og sam­fé­lag­inu."

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Meyja

Sign icon Að taka áhættu í einhverju sem viðkemur tjáskiptum, er snjallara en kann að virðast í fyrstu. Gættu þess að missa ekki yfirsýnina.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Lotta Lux­en­burg
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Meyja

Sign icon Að taka áhættu í einhverju sem viðkemur tjáskiptum, er snjallara en kann að virðast í fyrstu. Gættu þess að missa ekki yfirsýnina.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Lotta Lux­en­burg
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir