Bólfimi Jósefs ekki særandi

Myndin á skiltinu umdeilda sýndi Jósef og Maríu í rúminu.
Myndin á skiltinu umdeilda sýndi Jósef og Maríu í rúminu.

Umdeilt auglýsingaskilti ástralskrar kirkju í Auckland, sem ýjaði að kynferðisathöfnum Maríu meyjar og Jósefs, var ekki særandi fyrir blygðunarkennd fólks að mati eftirlitsstofnunarinnar Advertising Standards Authority (ASA).

Skiltið var sett upp um jólin undir þeim formerkjum að ögra staðalímyndum um fæðingu Jesú Krists. Á því sást vansæll Jósef liggja í rúmi við hlið Maríu meyjar og fyrir ofan stóð „Grey Jósef. Það er erfitt að vera næstur á eftir Guði."

Þetta uppátæki St. Matthews kirkjunnar í Auckland vakti hörð viðbrögð og gáfust kirkjunnar menn loks upp og tóku skiltið niður eftir að skemmdarverk höfðu verið unnin á því fjórum sinnum. Fjöldi kvartana um guðlast, öfuguggahátt og tillitsleysi bárust til ASA sem tók málið til skoðunar en hefur nú úrskurðað að skiltið hafi verið innan velsæmismarka, þar sem það sýndi enga nekt eða kynferðislega athafnir og var „sett fram af félagslegri ábyrgð gagnvart neytendum og samfélaginu."

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Loka