Sjúkrahús á norðurhluta Ítalíu hefur verið dæmt til að greiða karlmanni 180.000 evrur (um 30 milljónir króna) í skaðabætur vegna læknamistaka. Æxli hafði greinst í öðru eista mannsins sem fór í aðgerð árið 2004 til að láta fjarlægja það. Læknarnir fjarlægðu hins vegar heilbrigða eistað.
Fram kemur í ítölskum fjölmiðlum að þegar læknarnir áttuðu sig á mistökunum þá fjarlægðu þeir hitt eistað líka.