Sauðdrukkinn prestur í jarðarför

Reuters

Biskup kaþólsku kirkjunnar í Frakklandi hefur beðist afsökunar á framferði kaþólsk prests sem mætti drukkinn í jarðarför sem hann átti að stýra og kýldi einn syrgjenda í andlitið við athöfnina.

„Faðir Bonaventure ... mætti í jarðarförina í ástandi sem ekki hæfir stöðu hans,“ er haft eftir Robert Le Gall erkibiskup í yfirlýsingu. „Ég bið fjölskyldu hins látna enn og aftur afsökunar.“

Ættingjar hins látna hafa lýst því hvernig þeir reyndu að meina prestinum, sem ættaður er frá Burkina Faso í Vestur-Afríku, að jarðsyngja hina látnu. Athöfnin fór fram í borginni Toulouse í suðvesturhluta landsins.

Að athöfn lokinni reyndu ættingjarnir að koma í veg fyrir að presturinn settist undir stýri, enda var hann sauðdrukkinn. Við það féll hann í götuna. Þegar reynt var að hjálpa honum á fætur kýldi hann manninn,  sem hugðist aðstoða hann, í andlitið.

„Ég hef aldrei orðið vitni að öðru eins, þ.e. að prestur gangi í skrokk á sóknarbörnum sínum, né heldur að prestur mæti undir áhrifum í kirkjulegar athafnir,“ segir Gerard Tillier, bróðir hinnar látnu.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir