Kona frá Malasíu var dæmd til að þola sex vandarhögg eftir að hún var fundin sek um að hafa drukkið bjór. Refsingunni var síðar breytt og mun konan taka hana út með því að vinna í samfélagsþjónustu.
Neysla áfengra drykkja er bönnuð samkvæmt islamskum lögum. Kartika Sari Dewi Shukarnorvar var handtekin á hóteli í desember 2007 fyrir að drekka bjór. Hún var dæmd til að þola sex vandarhögg, en refsingunni var ítrekað frestað. Fjölskylda hennar hefur nú upplýst að fallist hafi verið á að hún megi taka út refsinguna í samfélagsþjónustu.