Kasta klæðum í mótmælaskyni

Ein af myndunum á dagatali flugfreyja Air Comet.
Ein af myndunum á dagatali flugfreyja Air Comet. Reuters

Flugfreyjur, sem störfuðu hjá flugfélaginu Air Comet, sem nú er gjaldþrota, hafa gripið til óvenjulegra ráða til að vekja athygli á því að þær hafa ekki fengið laun greidd í níu mánuði. 

Hafa flugfreyjurnar setið fyrir naktar á myndum, sem nú hafa birst á dagatali. Hefur þetta uppátæki vakið talsverða athygli á Spáni en á myndunum sitja flugfreyjurnar, allt konur, fyrir á myndum við og í flugvélum. Á einni myndinni sést flugfreyja liggja makindalega á þotuhreyfli.

„Við viljum bara leggja áherslu á réttmætar kröfur okkar en við eigum allar inni átta eða níu mánaða laun," sagði Adriana Ricardo, ein af flugfreyjunum, við Reutersfréttastofuna.

Air Comet er í eigu Gerardo Ferran, sem jafnframt er formaður samtaka atvinnurekenda á Spáni. Félagið fór fram á gjaldþrotavernd í desember eftir að breskur dómstóll lagði hald á níu flugvélar í eigu Air Comet að kröfu þýska bankans HSH Nordbank til tryggingar greiðslu skulda.

Flugfreyja Air Comet.
Flugfreyja Air Comet. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Létta lundin þín mun afla þér stuðnings og samvinnu á vinnustað. Farðu oftar út að ganga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Steindór Ívarsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Létta lundin þín mun afla þér stuðnings og samvinnu á vinnustað. Farðu oftar út að ganga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Steindór Ívarsson