Madonna leggur hornstein að skóla

Madonna ásamt Lourdes og Mercy.
Madonna ásamt Lourdes og Mercy. SIPHIWE SIBEKO

Söngkonan Madonna er komin til Malaví þar sem hún mun vinna að margskonar hjálparstarfi í dag og næstu daga. Hún mun m.a. leggja hornstein að stúlknaskóla sem hún ætlar að byggja þar í landi er verður opnaður árið 2011. 

Með Madonnu í för eru börn hennar Lourdes, Rocco, David Banda og Mercy en þau tvö síðarnefndu ættleiddi söngkonan frá Malaví.

 Þetta er fyrsta ferð Mercy til Malaví eftir að Madonna ættleiddi hana á síðasta ári. Í ferðinni  ætlar Madonna að heimsækja fjölskyldur ættleiddu barna sinna.

„Hún telur mikilvægt að börn hennar þekki sínar rætur,“ segir heimildarmaður.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar