Reyndu að koma látnum manni um borð

John Lennon flugvöllurinn í Liverpool.
John Lennon flugvöllurinn í Liverpool.

Breska lögreglan hefur handtekið tvær konur á John Lennon flugvellinum í Liverpool sem reyndu að koma látnum ættingja sínum um borð í flugvél. 

Grunsemdir vöknuðu þegar konurnar reyndu að innrita manninn í flug til Berlínar sl. laugardag. Talið er að karlmaðurinn, sem var 91 árs, hafi látist deginum áður. Konurnar voru búnar að koma honum fyrir í hjólastól.

Konurnar, sem eru 66 og 41 árs, voru handteknar fyrir að hafa ekki látið vita af dauðsfallinu. Þeim hefur nú verið sleppt gegn greiðslu tryggingargjalds.

Málið er í rannsókn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er að takast að koma skikki á hlutina og átt hrós skilið fyrir allt það erfiði sem þú hefur lagt á þig. Mundu að vinir og vandamenn eru sú stoð sem gott er að hafa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er að takast að koma skikki á hlutina og átt hrós skilið fyrir allt það erfiði sem þú hefur lagt á þig. Mundu að vinir og vandamenn eru sú stoð sem gott er að hafa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Loka