Cameron enn í hjólavandræðum

David Cameron leggur af stað í vinnuna í morgun.
David Cameron leggur af stað í vinnuna í morgun. Reuters

David Cameron, leiðtogi breska Íhaldsflokksins, hefur enn og aftur lent í vandræðum á reiðhjóli en til hans sást í eldsnemma í morgun þar sem hann hjólaði í vinnuna - án þess að vera með hjálm.  

Boðað var í gær til þingkosninga í Bretlandi 6. maí næstkomandi og því eru flokksleiðtogar þar í landi undir smásjá fjölmiðla þessa dagana. Og það hljóp á snærið hjá þeim fréttamönnum, sem biðu utan við hús Camerons í morgun, þegar hann sást hjóla af stað áleiðis til þinghússins með gulan endurskinsborða um sig miðjan en engan hjálm.  

Ýmsir hafa tjáð sig um þetta mál í Bretlandi í dag, þar á meðal talsmaður Headway, samtaka fólks með heilaskaða, sem sagðist hafa orðið fyrir miklum vonbrigðum og ljóst væri að Cameron væri ekki góð fyrirmynd.

Talsmaður bresku slysavarnasamtakanna sagði að samtökin hvettu hjólreiðafólk til að vera með hjálm en það væri hins vegar ekki lögbundið.  

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Cameron lendir í vandræðum vegna hjólreiða sinna. Árið 2006 náðust af honum myndir þar sem hann hjólaði í vinnuna en á eftir fylgdi embættisbíll hans með jakkaföt og skjalatösku leiðtogans.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er að takast að koma skikki á hlutina og átt hrós skilið fyrir allt það erfiði sem þú hefur lagt á þig. Mundu að vinir og vandamenn eru sú stoð sem gott er að hafa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er að takast að koma skikki á hlutina og átt hrós skilið fyrir allt það erfiði sem þú hefur lagt á þig. Mundu að vinir og vandamenn eru sú stoð sem gott er að hafa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Loka