Cameron enn í hjólavandræðum

David Cameron leggur af stað í vinnuna í morgun.
David Cameron leggur af stað í vinnuna í morgun. Reuters

Dav­id Ca­meron, leiðtogi breska Íhalds­flokks­ins, hef­ur enn og aft­ur lent í vand­ræðum á reiðhjóli en til hans sást í eldsnemma í morg­un þar sem hann hjólaði í vinn­una - án þess að vera með hjálm.  

Boðað var í gær til þing­kosn­inga í Bretlandi 6. maí næst­kom­andi og því eru flokks­leiðtog­ar þar í landi und­ir smá­sjá fjöl­miðla þessa dag­ana. Og það hljóp á snærið hjá þeim frétta­mönn­um, sem biðu utan við hús Ca­merons í morg­un, þegar hann sást hjóla af stað áleiðis til þing­húss­ins með gul­an end­ur­skins­borða um sig miðjan en eng­an hjálm.  

Ýmsir hafa tjáð sig um þetta mál í Bretlandi í dag, þar á meðal talsmaður Headway, sam­taka fólks með heilaskaða, sem sagðist hafa orðið fyr­ir mikl­um von­brigðum og ljóst væri að Ca­meron væri ekki góð fyr­ir­mynd.

Talsmaður bresku slysa­varna­sam­tak­anna sagði að sam­tök­in hvettu hjól­reiðafólk til að vera með hjálm en það væri hins veg­ar ekki lög­bundið.  

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Ca­meron lend­ir í vand­ræðum vegna hjól­reiða sinna. Árið 2006 náðust af hon­um mynd­ir þar sem hann hjólaði í vinn­una en á eft­ir fylgdi embætt­is­bíll hans með jakka­föt og skjala­tösku leiðtog­ans.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vatnsberi

Sign icon Erfið manneskja hefur eitthvað fram að færa fyrir þig. Leyndardómurinn á bakvið ástina er að sjá hana og finna hvert sem litið er.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
4
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
5
Bjarki Bjarna­son
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vatnsberi

Sign icon Erfið manneskja hefur eitthvað fram að færa fyrir þig. Leyndardómurinn á bakvið ástina er að sjá hana og finna hvert sem litið er.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
4
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
5
Bjarki Bjarna­son