Hitti langömmu á himnum

Pilturinn segir að amma sín hafi sagt sér að flýta …
Pilturinn segir að amma sín hafi sagt sér að flýta sér til baka. mbl.is/RAX

Hjarta þriggja ára gamals pilts hafði ekki slegið í þrjár klukkustundir þegar þýskum læknum tókst loks að endurlífga hann. Pilturinn segist hafa hitt langömmu sína á himnum. Frá þessu er greint í þýska dagblaðinu Bild.

Pilturinn, sem er aðeins nafngreindur sem Paul, var fluttur með sjúkraflugi á sjúkrahús eftir að hafa fallið í vatn við garð afa síns og ömmu í bænum Lychen, sem er norður af Berlín.

Læknarnir hófu strax endurlífungartilraunir og voru við það að gefast upp þegar hjarta piltsins fór aftur að slá eftir þrjár klukkustundir og 18 mínútur. Samkvæmt læknisfræðinni var pilturinn látinn í þrjá tíma.

„Ég hef aldrei upplifað neitt í líkingu við þetta,“ segir einn læknanna í samtali við Bild. „Í flestum tilfellum þegar börn hafa verið í kafi í nokkrar mínútur þá komast þau ekki lífs af,“ segir hann einnig.

Pilturinn sagði hins vegar við foreldra sína að hann hefði hitt ömmu sína á himnum. „Hún sagði mér að flýta mér til baka,“ sagði Paul litli.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar