Kóbraslanga tók fjölbýlishús í gíslingu

Það er betra að fara varlega í námunda við kóbraslöngur. …
Það er betra að fara varlega í námunda við kóbraslöngur. Myndin er úr safni. Reuters

Eigandi eiturslöngu sem slapp á von á háum reikningi vegna leitar sem stóð yfir í þrjár vikur í Þýskalandi. Íbúð eigandans var bókstaflega tekin í sundur eftir að kóbraslangan slapp úr búrinu sínu. Þá voru nágrannaíbúðirnar rýmdar í öryggiskyni.

Veggir voru fjarlægðir og gólefni rifin upp. Slangan, sem er 30 cm löng, náðist loks með hjálp slökkviliðsmanna með tvöfalt límband. Eftir að slangan slapp úr búrinu þann 18. mars sl. var fjölbýlishúsið innsiglað og límbandsgildrum komið fyrir. Slökkviliðsmenn könnuðu svo aðstæður daglega.

Einn þeirra kom svo auga á slönguna í dag þar sem hún lá föst á límbandi. Svo virðist sem að hún hafi drepist úr þreytu.

Eigandinn, sem er 19 ára gamall, er sagður þurf að greiða 100.000 evra (um 17 milljónir kr.) reikning vegna málsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir