Loks sammála um hæð Everestfjalls

Everestfjall séð frá Nepal.
Everestfjall séð frá Nepal. Reuters

Stjórnvöld í Kína og Nepal hafa komist að samkomulagi um lausn langvinnrar deilu um raunverulega hæð Everstfjalls, sem er hæsta fjall í heimi og er á landmærum beggja ríkja.

Bæði ríki haf nú samþykkt að opinber hæð fjallsins sé 8.848 metrar.

Deilan snerist hins vegar um snjó. Yfirvöld í Nepal vildu að snjórinn á toppi tindsins yrði tekinn með í hæðarreikninginn. Kínverjar vildu hins vegar aðeins taka raunverulega hæð fjallsins gilda, þ.e. sjálft bergið.  Þarna munar hins vegar fjórum metrum. 

Í kjölfar viðræðna sem fram fóru í Katmandú, höfuðborg Nepals, féllust Kínverjar á ísrök Nepalbúa, að því er segir á vef BBC.

Stjórnvöld í Nepal viðurkenna á móti að fjallið sjálft sé 8.844 metrar á hæð, en opinbera hæðin er 8.848 metrar sem fyrr segir. 

Fréttaskýrendur segja að menn hafi deilt um hæð fjallsins allt frá árinu 1856, þegar hæð þess var mæld í fyrsta sinn. Mörg þúsund manns hafa sigrast á fjallinu og komist á toppinn, en þeir Edmund Hillary og sjerpinn Tenzing Norgay voru hins vegar fyrstir til að sigra Everest árið 1953.

Bandarísku landfræðisamtökin notast hins vegar við mælingar frá árinu 1999, en þá mældi hópur Bandaríkjamanna fjallið með GPS-tækni. Niðurstaðan var 8.850 metrar. Yfirvöld í Nepal hafa ekki formlega samþykkt þessa hæð.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er að takast að koma skikki á hlutina og átt hrós skilið fyrir allt það erfiði sem þú hefur lagt á þig. Mundu að vinir og vandamenn eru sú stoð sem gott er að hafa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er að takast að koma skikki á hlutina og átt hrós skilið fyrir allt það erfiði sem þú hefur lagt á þig. Mundu að vinir og vandamenn eru sú stoð sem gott er að hafa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Loka