Refurinn komst í feitt

Reuters

Ref nokkrum tókst að brjótast inn í dýragarð í Finnlandi og drepa 16 flamingofugla. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins.

Að sögn forstjóra dýragarðsins tókst refnum að klifra yfir girðingu um umlukti dýragarðinn og lauma sér inn í hóp fuglanna um miðja nótt.

Dýragarðurinn er staðsettur á eyju skammt utan við Helsinki, höfuðborg landsins, og svo virðist sem refurinn hafi gangið yfir ísilagt vatnið út í eyna.

Nú er verið að rannsaka hvers vegna fuglarnir, sem venjulega eru geymdir innivið á næturnar vegna kuldans, voru úti um miðja nótt. Alls eru um 150 dýrategundir í dýragarðinum sem og þúsund plöntutegundir.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þegar þú veist að þú átt betra skilið, skaltu vera með uppsteit. Annars heldur fólk að þér sé sama. Gættu þess að takmarka þig ekki of mikið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þegar þú veist að þú átt betra skilið, skaltu vera með uppsteit. Annars heldur fólk að þér sé sama. Gættu þess að takmarka þig ekki of mikið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir