Refurinn komst í feitt

Reuters

Ref nokkr­um tókst að brjót­ast inn í dýrag­arð í Finn­landi og drepa 16 flam­ingo­fugla. Frá þessu er greint á vef breska rík­is­út­varps­ins.

Að sögn for­stjóra dýrag­arðsins tókst refn­um að klifra yfir girðingu um um­lukti dýrag­arðinn og lauma sér inn í hóp fugl­anna um miðja nótt.

Dýrag­arður­inn er staðsett­ur á eyju skammt utan við Hels­inki, höfuðborg lands­ins, og svo virðist sem ref­ur­inn hafi gangið yfir ísilagt vatnið út í eyna.

Nú er verið að rann­saka hvers vegna fugl­arn­ir, sem venju­lega eru geymd­ir innivið á næt­urn­ar vegna kuld­ans, voru úti um miðja nótt. Alls eru um 150 dýra­teg­und­ir í dýrag­arðinum sem og þúsund plöntu­teg­und­ir.


mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vatnsberi

Sign icon Þótt miklar annir séu hjá þér máttu ekki vanrækja sjálfan þig. Vertu viss um að þeir sem málið varðar viti ótvírætt hvað þú ert að pæla.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vatnsberi

Sign icon Þótt miklar annir séu hjá þér máttu ekki vanrækja sjálfan þig. Vertu viss um að þeir sem málið varðar viti ótvírætt hvað þú ert að pæla.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir