Rasandi yfir klósettreglum

Starfsmenn Ikea í Mílanó vilja ekki láta mæla klósettdvölina.
Starfsmenn Ikea í Mílanó vilja ekki láta mæla klósettdvölina. Reuters

Þeim er bannað að tyggja tyggjó í vinnunni og nú á að mæla þann tíma sem það tekur þá að fara á klósettið með skeiðklukku. 540 starfsmenn Ikea-verslunar utan við Mílanó á Ítalíu hafa fengið nóg og hafa nú farið í verkfall.

„Við mótmælum því viðhorfi stjórnenda sem setur svo mikla pressu á starfsmenn,“ segir Massimo Aveni, ritari verkalýðsfélagsins Uiltucs við Bloomberg-fréttaveituna. Segir hann áreitið sem starfsmenn sæta svo mikið að þeir þjáist af óttaköstum og svima. 

Verkfallið hófst á föstudag og í dag funda yfirmenn með starfsfólki til að finna lausn á deilunni, sem yfirmenn Ikea hafa lýst sem „sameiginlegum misskilningi.“

„Það gilda sömu reglur í öllum 16 Ikea-verslununum á Ítalíu og það er hið heilbrigða viðhorf að viðskiptavinurinn er í fyrsta sæti,“ sagði í svari Ikea til Bloomberg.

Í ítalska dagblaðinu Corriere della Serra benda talsmenn Ikea þó á að miklir árekstrar hafi orðið í Ikea-versluninni rétt utan við Mílanó sem geri málin verri.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Að afla sér tekna merkir líklega að maður þurfi að leggja á sig það sama og margir aðrir, en með sínum einstaka hætti. Peningamálin ættu að komast í eðlilegt horf á næstunni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnar Jónasson
2
Harry Whittaker og Lucinda Riley
3
Jojo Moyes
4
Sólveig Pálsdóttir
5
Carin Gerhardsen
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Að afla sér tekna merkir líklega að maður þurfi að leggja á sig það sama og margir aðrir, en með sínum einstaka hætti. Peningamálin ættu að komast í eðlilegt horf á næstunni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnar Jónasson
2
Harry Whittaker og Lucinda Riley
3
Jojo Moyes
4
Sólveig Pálsdóttir
5
Carin Gerhardsen