Rasandi yfir klósettreglum

Starfsmenn Ikea í Mílanó vilja ekki láta mæla klósettdvölina.
Starfsmenn Ikea í Mílanó vilja ekki láta mæla klósettdvölina. Reuters

Þeim er bannað að tyggja tyggjó í vinnunni og nú á að mæla þann tíma sem það tekur þá að fara á klósettið með skeiðklukku. 540 starfsmenn Ikea-verslunar utan við Mílanó á Ítalíu hafa fengið nóg og hafa nú farið í verkfall.

„Við mótmælum því viðhorfi stjórnenda sem setur svo mikla pressu á starfsmenn,“ segir Massimo Aveni, ritari verkalýðsfélagsins Uiltucs við Bloomberg-fréttaveituna. Segir hann áreitið sem starfsmenn sæta svo mikið að þeir þjáist af óttaköstum og svima. 

Verkfallið hófst á föstudag og í dag funda yfirmenn með starfsfólki til að finna lausn á deilunni, sem yfirmenn Ikea hafa lýst sem „sameiginlegum misskilningi.“

„Það gilda sömu reglur í öllum 16 Ikea-verslununum á Ítalíu og það er hið heilbrigða viðhorf að viðskiptavinurinn er í fyrsta sæti,“ sagði í svari Ikea til Bloomberg.

Í ítalska dagblaðinu Corriere della Serra benda talsmenn Ikea þó á að miklir árekstrar hafi orðið í Ikea-versluninni rétt utan við Mílanó sem geri málin verri.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir