Ástralskur bókaútgefandi þarf að endurprenta uppskriftabók eftir að í ljós kom að í einni uppskriftinni stóð að það þyrfti salt og „nýmalað svart fólk“ í staðinn fyrir „nýmalaðan svartan pipar“.
Umrædd uppskrift var að speltu tagliatelle með sardínum.
Talsmaður bókaútgefandans segir að í nánast öllum af 150 uppskriftum í bókinni hafi verið talað um salt og nýmalaðan pipar en aðeins í þessari einu hafi nýmalaðs svarts fólks verið krafist í eldamennskuna.