Upp með brækurnar

Eric Adams, þingmaður New York ríkis, hefur hafið herferð til að sporna við því að ungt fólk gangi með brækurnar á hælunum. Herferðin kallast á frummálinu „Stop the Sag“.

„Þetta sendir út þau skilaboð að þegar þér er sama um hvernig þú lítur út, þá er þeir alveg sama um hvernig þér líður. Og það er fyrsta merki þess að mér líður illa, þegar þú leyfir sjálfum þeir að sýna, ekki aðeins nærfötin, heldur einnig í rassskoruna,“ segir Adams. 

Þá segir hann óhugnanlegt að ungt fólk átti sig ekki á því að þessi klæðaburður eigi rætur að rekja til fanga. Tískan hafi hafið innreið sína á tíunda áratugnum og hip-hop listamenn hafi ýtt undir vinsældirnar. 

Skoðanir eru hins vegar skiptar á meðal íbúa í Brooklyn í New York.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar