David Bowie kennt um kreppuna

David Bowie.
David Bowie.

Búið er að finna óvæntan sökudólg þegar skýringa er leitað á orsökum fjármálakreppunnar, sem gengið hefur yfir heimin síðustu misseri. Það er breska rokkstjarnan David Bowie.

Tímaritið Arabian Business skýrði frá því nýlega, að árið 1987 hafi Bowie boðið upp á svonefnd Bowieskuldabréf, sem þýddi að hann fékk peninga strax með því að veðsetja framtíðarhöfundarréttargreiðslur sínar til tryggingafélags. Það félag seldi skuldabréfin áfram og lofaði 7,9% ávöxtun. 

Fjallað er um þetta á vef Dagens Nyheter í dag. Fleiri listamenn, svo sem Rod Stewart og Iron Maiden, komu í kjölfarið og öfluðu lausafjár með þessum hætti. Þessi aðferð varð síðan almenn í fjármálaheiminum og svonefnd undirmálslán, sem bandarískir fasteignakaupendur gátu fengið, eru angi af þessum meiði. Undirmálslánin voru síðan rótin að fjármálakreppunni.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir