Múmínálfarnir vekja áhyggjur í Kína

Boðskapur sögunnar um múmínálfana þykir óheppilegur í Kína.
Boðskapur sögunnar um múmínálfana þykir óheppilegur í Kína.

Leikrit um múmínálfana sem átti að vera framlag sænska leikhússins í Helskini til heimssýningarinnar í Sjanghæ er talið geta valdið áhyggjur kínverskra yfirvalda.

Í einni af sögum Toven Jansson um múmínálfannna verða þessar góðlátlegu smáverur að viðurkenna að þær ráði ekki yfir náttúrunni. Það er boðskapur bókarinnar og líka leikverksins sem setja átti upp í Sjanghæ. Sá boðskapur er hins vegar ekki talin falla kínverskum yfirvöldum í geð og hefur kínverski leikhópurinn reynt að fá lokahluta leikritsins breytt á þá vegu að múmínálfarnir öðlist fyrir rest stjórn á náttúruöflunum. 

Johan Storgård, leikstjóri sænska leikhússins staðfestir þetta í samtali við Berlingske Tidende. „Við viljum ekki breyta boðskapnum,“ segir hann. Hann ítrekar þó að hann  hafi ekki átt bein samskipti við ritskoðunaryfirvöld, en segir kínverska listafólkið á staðnum hafa haft fregnir af áhyggjum þeirra.

„Við ætlum að setja Múmínálfana upp í samstarfi við kínverskt leikhús og það eru þau sem vilja breyta boðskapnum vegna þess að þau óttast að vandamál muni koma upp.  Við höfum sagt að við erum tilbúin að gera múmínálfana „kínverskari“ svo þeir höfði til áhorfenda, en við viljum ekki láta múmínálfana sigrast á náttúruöflunum. Við verðum að sætta okkur við að til eru öfl sem mannskepnan ræður ekki við, eins og við höfum einmitt upplifað nú með eldgosið og öskuna úr Eyjafjallajökli,“ segir Storgård.

Múmínálfarnir eru ekki eina leikverkið sem sýna á á heimssýningunni sem hefur vakið áhyggjur, því verk sem fjallar um blaðamann sem afhjúpar samtök sem stjórna fjölmiðlum og tónlistariðnaðinum hefur einnig vakið spurningar. Verkið er gamanleikur, en efnið þykir umdeilt í ríki sem býr við jafn mikla ritskoðun og Kína.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hafðu stjórn á tilfinningum þínum þótt eitthvað verði til að róta upp í þeim. Einhver langt í burtu hjálpar þér með viturlegum ráðum, leiðbeiningum eða bænum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hafðu stjórn á tilfinningum þínum þótt eitthvað verði til að róta upp í þeim. Einhver langt í burtu hjálpar þér með viturlegum ráðum, leiðbeiningum eða bænum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan