Biðjast opinberlega afsökunar á „smokkaminnisblaði"

Von er á páfa til Bretlands í september.
Von er á páfa til Bretlands í september. Reuters

Breska ut­an­rík­is­ráðuneytið neydd­ist í gær­kvöldi til að biðjast af­sök­un­ar á minn­is­blaði þar sem lagt var til að Bene­dikt páfi yrði feng­inn til að opna fóst­ur­eyðing­armiðstöð og blessa hjóna­band sam­kyn­hneigðra þegar hann kem­ur í op­in­bera heim­sókn til Bret­lands síðar á ár­inu.

Í skjal­inu, sem blaðið  Sunday Tel­egraph komst yfir og fjallaði um í gær­kvöldi, er einnig lagt til að páfi hleypi af stokk­un­um sér­merkt­um smokk­um og bregðist hart við barn­aníðing­um í kaþólsku kirkj­unni og „reki slæga bisk­upa." 

Þess­ar hug­mynd­ir eru rakt­ar í skjali, sem ber yf­ir­skrift­ina:  „Í hinni full­komnu heim­sókn myndi..." Var minn­is­blaðinu dreift til emb­ætt­is­manna, sem eru að und­ir­búa heim­sókn páfa í sept­em­ber.

Á forsíðu skjals­ins seg­ir, að það hafi verið samið á hug­mynda­fundi og vissu­lega séu sum­ar hug­mynd­irn­ar lang­sótt­ar. 

Breska ut­an­rík­is­ráðuneytið baðst í gær­kvöldi af­sök­un­ar á „heimsku­legu" skjali og sagði að sá sem bæri á því ábyrgð, starfsmaður ráðuneyt­is­ins á þrítugs­aldri, hefði verið færður til í starfi. 

Dav­id Mili­band, ut­an­rík­is­ráðherra, er sagður hafa verið hneykslaður á mál­inu og  Franc­is Camp­bell, sendi­herra Breta í Páfag­arði, hef­ur hitt hátt­setta emb­ætt­is­menn þar að máli og harmað skjalið.

Minn­is­blaðið var eitt af þrem­ur bak­grunns­skjöl­um sem fylgdu minn­is­blaði dag­settu 5. mars þar sem emb­ætt­is­menn eru boðaðir á fund til að ræða heim­sókn páfa.  

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Ljón

Sign icon Allt virðist vaxa þér í augum og fara í taugarnar á þér og að sjálfsögðu nærðu ekki tökum á neinu. Leitaðu leiða til að fegra umhverfi þitt.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Unni Lindell
4
Jill Man­sell
5
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Ljón

Sign icon Allt virðist vaxa þér í augum og fara í taugarnar á þér og að sjálfsögðu nærðu ekki tökum á neinu. Leitaðu leiða til að fegra umhverfi þitt.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Unni Lindell
4
Jill Man­sell
5
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son