Tyrkneskt hótel fyrir allsbera

Frá Marmaris í Tyrklandi.
Frá Marmaris í Tyrklandi. Wikipedia

Allsberir ferðamenn geta sólað sig og spókað í Tyrklandi frá og með 1. maí. Þá verður opnað þar hótel sem er sérstaklega ætlað spjaralausum útlendingum. Hótelið er nálægt sólarstaðnum Marmaris á suðvesturströnd Tyrklands. Opnun hótelsins þykir nokkuð byltingarkennd, að sögn dagblaðsins Milliyet.

„Nekt er leyfð innan marka hótelsins, en ekki á almenningsströndum í nágrenninu,“ sagði Ahmet Cosar, bókunarstjóri Adaburnu-Golmar hótelsins í samtali við dagblaðið. 

Sérstök rúta mun flytja gesti hótelsins á baðströnd í einkaeigu þar sem þeir geta orðið albrúnir - án sundfata.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu þér ekki bregða þótt aðrir kunni ekki að meta frumleika þinn og nýjungagirni. Leitaðu þér ráðgjafar í fjármálum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Tove Alsterdal
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu þér ekki bregða þótt aðrir kunni ekki að meta frumleika þinn og nýjungagirni. Leitaðu þér ráðgjafar í fjármálum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Tove Alsterdal
5
Torill Thorup