Örkin hans Nóa fundin

Ararat-fjall í Tyrklandi. Sagt er að fundist hafi leifar af …
Ararat-fjall í Tyrklandi. Sagt er að fundist hafi leifar af örkinni hans Nóa í nærri 3.700 metra hæð á fjallinu. Wikipedia

Leif­ar af örk­inni hans Nóa eru sagðar hafa fund­ist í nærri 3.700 metra hæð á fjalli í Tyrklandi, að því er full­yrt var í gær. Hóp­ur kín­verskra og tyrk­neskra evangelískra könnuða seg­ir að kol­efn­ismæl­ing­ar á leif­um sem fund­ust á Ar­arat fjalli séu 4.800 ára gaml­ar, eða frá þeim tíma sem örk­in er sögð hafa verið á floti.

Frétta­vef­ur Daily Mail grein­ir frá hinum meinta forn­leifa­fundi og sýn­ir mynd­ir inn­an úr leif­um ark­ar­inn­ar.  Það þykir draga nokkuð úr trú­verðug­leika fund­ar­ins að leiðang­urs­menn gáfu ekki upp staðsetn­ingu né held­ur sýndu þeir mynd­ir af staðnum þar sem forn­leif­arn­ar eiga að liggja.

Leit­in að leif­um af örk­inni hans Nóa hef­ur verið kristn­um mönn­um, gyðing­um og múslim­um hug­leik­in öld­um sam­an. Þrátt fyr­ir ýms­ar full­yrðing­ar þar um hafa vís­inda­leg­ar sann­an­ir um til­urð ark­ar­inn­ar aldrei fund­ist.

Kín­versku leiðang­urs­menn­irn­ir eru frá Hong Kong. Þeir neita að gefa upp ná­kvæma staðsetn­ingu forn­leifa­fund­ar­ins fyrr en tyrk­nesk yf­ir­völd lýsa því yfir forn­leifa­vernd á staðnum.

Leiðang­urs­hóp­ur­inn tel­ur 15 manns. Þeir greindu frá fundi sín­um í gær og höfðu með sér viðarleif­ar og kaðal­bút sem þeir telja að hafi verið notaður til að tjóðra með dýr. 

„Það er ekki 100 pró­sent ör­uggt að þetta sé örk­in hans Nóa, en við telj­um 99,9% ör­uggt að svo sé,“ sagði Yeung Wing-Cheung, heim­ilda­mynda­gerðarmaður og fé­lagi í hópn­um frá Noa­h's Ark Min­istries In­ternati­onal í Hong Kong.

Hann sagði að í mann­virk­inu séu marg­ar vist­ar­ver­ur, í sum­um þeirra eru bjálk­ar, og er talið að þar hafi dýr verið geymd. Fyrstu próf­an­ir benda til þess að viður­inn sé ein­hver tek­und kýprusviðar en í Biblí­unni seg­ir að örk­in hafi verið smíðuð úr gó­ferviði.

Fé­lag­ar í kín­verska leiðang­urs­hópn­um og tyrk­nesk­ir emb­ætt­is­menn tóku þátt í frétta­manna­fundi á vefsíðu evangelíska hóps­ins. Þar var mikið gert úr mik­il­vægi upp­götv­un­ar­inn­ar.

Viðbrögð Nicholas Purcell, kenn­ara í forn­ald­ar­sögu við há­skól­ann í Oxford, við full­yrðing­um hóps­ins voru dræm. Hann sagði slík­ar sög­ur skjóta upp koll­in­um reglu­lega og þetta væri venju­lega „bull“.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vatnsberi

Sign icon Mál sem tengjast ferðalögum, framhaldsmenntun og lögfræði ættu að ganga sérlega vel á þessu ári. Farðu með gát, en þangað sem hugmyndirnar streyma að þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Unni Lindell
3
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
4
Bjarki Bjarna­son
5
Jill Man­sell
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vatnsberi

Sign icon Mál sem tengjast ferðalögum, framhaldsmenntun og lögfræði ættu að ganga sérlega vel á þessu ári. Farðu með gát, en þangað sem hugmyndirnar streyma að þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Unni Lindell
3
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
4
Bjarki Bjarna­son
5
Jill Man­sell