Stjórnmálamaður sem ekki er hægt að stóla á

Troy Buswell.
Troy Buswell.

Fjármálaráðherra Vestur-Ástralíu hefur sagt af sér vegna hneykslismáls. Þetta vekur sérstaka athygli þar sem þetta er í annað sinn sem hann segir af sér embætti. Hann gerðist sekur um að misnota aðstöðu sína sem ráðherra til að halda fram hjá. Fyrir tveimur árum varð stóll honum að falli.

Stólamálið vakti mikla athygli ástralskra fjölmiðla árið 2008 enda undarlegt og skondið um leið, en þá var Troy Buswell uppvís að því að þefa af stól samstarfskonu sinnar.

Nú misnotaði hann m.a. ráðherrabifreið sína nokkrum sinnum til að hitta hjákonuna. Um er að ræða þingkonu Græningjaflokksins, Adele Carles. Ástarævintýrið stóð yfir í fjóra mánuði.

Fram kemur í fjölmiðlum að Buswell hafi viljað fá að halda starfinu gegn því að hann greiddi allan kostnað úr eigin vasa, m.a. hótelkostnað. Colin Barnett, ríkisstjóri Vestur-Ástralíu, setti honum hins vegar stólinn fyrir dyrnar.

Barnett var kjörinn leiðtogi Frjálslynda flokksins árið 2008 þegar Buswell sagði af sér embætti. Það gerðist skömmu eftir að hann viðurkenndi að hafa þefað að stól samstarfskonu sinnar, sem var þá nýstaðinn upp úr honum.

Barnett segir að málið snúist ekki um framhjáhaldið. Það snúist um það hvernig Buswell hafi misnotað aðstöðu sína og opinbert fé. Hann segir að þetta sé síðasta glappaskot Buswell í embætti, hann megi stóla á það.

Buswell hefur einnig viðurkennt að hafa slitið hlýra á brjóstahaldara starfskonu stjórnarandstöðuflokks, falsað undirskrift svo hann fengi ferðadagpeninga auk annarra mistaka.

Buswell, sem er kvæntur tveggja barna faðir, hélt utan um fjármál Vestur-Ástralíu, en fjárlög ríkisins nema 2,5 billjónum króna. Það má kaupa marga stóla fyrir þá fjárhæð.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar